Leita í fréttum mbl.is

Þorrablót

Það er ótrúlegt að svona kerling eins og ég, alin upp á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu við dæmigert kaupstaðafæði, elska þorrablót. 

Þegar ég futti austur í september 1982 var það fyrsta sem Einar Georg, sem þá var skólastjóri á Hallormsstað  kynnti fyrir okkur á leiðinni af flugvellinum, félagsheimilið Iðavellir - "og þar höldum við þorrablótin". Við bæjardrósirnar litum hvor á aðra og fitjuðum upp á trýnið... en síðan var farið að undirbúa blótið - við auðvitað settar í nefnd - og þvílík skemmtun, hláturtaugarnar vrou kitlaðar linnulaust með hvers kyns spaugi og saklausu glensi um sveitungana.  Svo kom röðin að matnum sem mér leist nú ekkert á til að byrja með, alls óvön súrmat og hákarl - en sem betur fer fékk einhver góður sveitungi minn mig til að prófa hákarl og brennivín í góðum kokteil og þvílík nautn - síðan hef ég elskað hákarl og súrmat, enda ef maður ætlar að vera sveitamaður hér fyrir austan nánast ekki annað í boði...

Og nú er þorrablót í kvöld og bærinn á Egilsstöðum iðar af tilhlökkun - hvert verður þema skemmtiatriðanna, hver verður helst tekinn fyrir.... og hvernig verður hákarlinn????

Efast ekki um að blótið í kvöld verður það besta..., þannig er það, maður er alltaf á besta blótinu, svo er blót á Iðavöllum 8. febrúar - þá verður það besta blótið...

Megum við öll eiga góðan þorrra - og karlar til hamingju með daginn Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

En varstu ekki lengi að ná sveitahúmornum, eða sveitahúmörnum, ætti maður frekar að segja?

Jón Halldór Guðmundsson, 25.1.2008 kl. 19:22

2 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Ég gleymi heldur aldrei þorrablótinu á Iðavöllum sem við Hanna Petra lentum á um árið (´87). Það var stórkostleg upplifun...enda fengum við að taka þátt í skemmtiatriðum og ég held varla að ég hafi dansað meira um dagana en þá nóttina. Og við erum að tala um alla nóttina!

Gaman, gaman

Góða skemmtun á báðum blótum!

Sigþrúður Harðardóttir, 25.1.2008 kl. 23:18

3 identicon

Sælar.  ég sá þig áðan.. í morgun. eldsnemma í morgun.. það var sjúklega notalegt.

Dandý (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 09:20

4 identicon

Ég ELSKA þorrablót og sérstaklega Vallablót.

Ég elska matinn, ég elska grínið, ég elska fjöldasönginn og ég elska að fá mér snúning með gömlum sveitungum.

Egilsstaðablótið er voða fínt, en Vallablótið er svona heimilislegra.

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband