Leita í fréttum mbl.is

Það styttist í vorið...

Mér finnst ég finna fyrir því að daginn er farið að lengja aftur - það var alveg þokkalega bjart enn um fjögurleytið í gær... , mér finnst það afar notaleg tilfinning.

Núna sit ég og fylgist með nemendum mínum vinna með tölfræði - skemmtilegt að sjá hvað svona myndræn stærðfræði hentar sumum nemendum vel - það leikur bros um varir sem sveigðust niður í algebruvertíðinni fyrir jól...

Það var langur bæjarráðsfundur í gær - en ég var ánægð með niðurstöður fundarins - stærsta málið sem við fjölluðum um var nýbygging og endurbætur á Egilsstaðaskóla.  Nú liggur ákvörðun fyrir - það verður farið í að byggja glæsilegan skóla - nýtt byggt og gamalt aðlagað að heildarmyndinni.  Á næstunni verður gengið til samninga við Eignahaldsfélagið Fasteign hf um bygginguna og við leigjum síðan skólann af þeim. Ný aðferðafræði - það hefur tekið okkur tíma að reikna okkur inn á þessa leið - en ákvörðun er tekin, allir meðlimir bæjarráðs tóku meðvitaða, ábyrga ákvörðun - því miður náðum við ekki að vera alveg samhljóma en 80% meirihluti var fyrir ákvörðuninni - ákvörðun liggur fyrir og verkin koma til með að tala næstu mánuði.

Kannski finnst mér bjartara úti því þessi ákvörðun er í höfn....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er jákvæð þróun í vaxandi bæjarfélagi þegar þarf að byggja nýjan skóla  En hvernig er það, er það rétt að framlag til Hallormsstaðaskóla hafi verið skorið stórlega niður?

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 16:49

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Spennandi...............alltaf gaman að taka þátt í svona uppbyggingu ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 17.1.2008 kl. 19:42

3 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Já það er frábært að fá að vera með í uppbyggingastarfi á ýmsum vettvangi. 

En það að vera í pólitík felur það líka í sér að þurfa að skera niður - stundum þarf að skera niður kennslukvóta - ef sýnt þykir að hægt er að koma málum þokkalega fyrir þó eitthvað sé skorið af...

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 18.1.2008 kl. 09:25

4 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Hér í sveit er verið að byggja upp ótrúlega flott íþróttamannvirki svo við getum tekið vel á móti ykkur á landsmótinu næsta sumar...og svo við bæjarbúar verðum hressir og heilsugóðir um alla framtíð.

En það var sem sagt farin þessi nyja leið og einmitt skipt við Fasteign ehf.  Bóndi minn (sem situr í íþrótta- og æskulýðsnefnd) var lengi að sannfæra mig um ágæti ráðahagsins... ég er svo skrambi gamaldags þegar kemur að fjárfestingum. Þætti best að eiga fyrir öllu.....

Sigþrúður Harðardóttir, 18.1.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband