Leita í fréttum mbl.is

Laugardagur heima

Mér finnst heil eilífð síðan ég hef ekki þurft að drífa mig á laugardagsmorgni, það er nú ljúft að sitja og dreypa á kaffi, kíkja á blogg og blogga í mestu rólegheitum...

Búin að lesa tvö blogg í morgun, Ólína Þorvarðardóttir talar um útlendinga í þjónustustörfum sem varla tala íslensku og vandræðin sem geta skapast þess vegna.  Mér finnst margir þessir nýju Íslendingar frábærir þjónustuaðilar og ég held að það séu margir þeirra mjög tilbúnir til að læra íslensku, en við bjóðum ekki upp á nógu massíva íslenskukennslu, þar getum við lært af nágrannaþjóðunum.... Við verðum að reyna að halda í við veruleikann, útlendingar eru og verða hluti af okkar flóru og við verðum að begðast við, svo þeir myndi ekki menningarkima innan samfélagsins, það getur orðið afar vont mál í litlum samfélögum. 

Svo var það bloggið hennar Kolbrúnar Björnsdóttur um ástarsorg, veruleiki sem allir hafa upplifað... Mér finnst svo mikilvægt að fólk gefi sér tíma til að jafna sig aðeins eftir sambandsslit, viðurkenni sársaukann sem ætlar að drepa mann, finni hann svo fjara út...Og standi svo uppi stolt og teinrétt því það gekk rétt frá málum, setji punktinn aftan við þennan kafla í lífinu eftir að hafa farið yfir hann aftur og aftur, hent því vonda og haldið því góða, og byrji svo smám saman að skrifa nýjan kafla án beiskju og píslarvættis, lífið er jú fyrst og fremst skemmtilegt, allavega ef manni leiðist ekki mjög í eigin félagsskap...

Í dag mun fjólubláa málningin vonandi komast á veggi heimasætunnar. Svo þegar kvölda tekurætla ég að þrífa af mér sletturnar, dressa mig upp og bruna í fimmtugsafmæli til hans Jóns Halldórs á Seyðisfirði. Jón er bráskemmtilegur Samfylkingarmaður og skólabróðir minn úr Kennó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við megum heldur ekki líta fram hjá þeirri staðreynd að Íslendingar hafa svo gaman af að tala sína misgóðu ensku við allt sem útlenskt er og gera þannig þeim útlendingum sem hafa áhuga á að læra íslensku erfitt um vik. Ég veit um mann sem flutti hingað frá Suður Ameríku og kunni ekker nema spænsku, hann lærði ensku áður en hann lærði íslensku af því að við höldum að allir sem komi til landsins eigi betur með að skilja ensku en okkar ástkæra ylhýra .

Lítum aðeins í eigin barm áður en við verður pirruð yfir þjónustu á bjagaðri íslensku eða táknmáli

Rannveig (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband