Leita í fréttum mbl.is

Morgunstundin

Vakna alltaf snemma, stundum fullsnemma.  Dagurinn í dag er fagur, sólin skín á Héraði og fuglarnir eru í essinu sínu hérna í kjarrinu hinum megin við Kelduskógana.

Ætla að byrja daginn á því að fara í hjólaferð með Berglindi Rós og bekkjarfélögum hennar, svo er fundur um þróunarverkefni sem við erum að vinna að í ME.  Í hádeginu er svo fundur um framtíð ferðaþjónustu á Hallormsstað, sennilega síðasti fundurinn í þeim starfshópi.

Síðan ætla ég að skella mér á fund á Stöðvarfjörð um nemendur sem eru að koma í skólann til mín í haust, fæ ferðafélaga á Reyðarfirði, Steinunn skólasystir tekur mig með sér þaðan...

Í kvöld er svo árshátíð Grunnskólans á Egilsstöðum og Eiðum, ætla á fara og sjá skemmtiatriðin, Berglind Rós á að syngja þar.

Hlýt að hafa verið búin að fresta mörgu fram yfir kosningar því mér finnst jafn mikið að gera eftir sem áður....

Nú bíður maður spenntur eftir lyktum í stjórnarsamstarfi, ég hefði svoooo gjarnan viljað sjá vinstri stjórn á Íslandi núna, það þarf að breyta áherslum og forgangsröðun..., vona bara að gamla stjórnarlumman sitji ekki áfram með staðnaðar hugmyndir sínar í velferðarmálum....

Megið þið lesendur góðir eiga góðan dag í dag, minn lítur vel út....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Anna

Hvernig er hægt að vera svona svakalega jákvæður klukkan hálfsjö að morgni?? fatta það bara ekki  Ég get sko ekki náð þessu fyrr en svona í fyrsta lagi um 9 :) En ég held að þú hjljótir að vera svona glöð af því að þú hlakkar svo til sumarsins ;) að eyða því að e-m hluta með barnabarninu sem hefur búið svo langt í burtu ;) hihi

Guðbjörg Anna , 15.5.2007 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband