Leita í fréttum mbl.is

Sérstök verslunarmannahelgi

Verslunarmannahelgarinnar 2009 mun verða minnst hjá mörgum sem helgarinnar sem Eva Joly skrifaði það sem margir hafa hugsað.  Meðferð stórþjóða á smáþjóð í hafinu í norðri og stórgallað götótt, regluverk Evrópusambandsins, þegar kemur að atburðum í efnahagslífi eins og urðu á Íslandi í fyrrahaust, eru hennar yrkisefni þessa helgina.

Mér fannst frábært að lesa þessa grein og finna að við eigum okkur málsvara sem talar tæpitungulaust.  Baráttuandinn í brjóstinu lifnaði við - ekki þannig að hann fari að öskra - borgum ekki, borgum ekki - heldur frekar þannig að hann fyllist stolti og segir: við stöndum við okkar, en gerum allt sem hægt þegar við höfum náð fótfestu og byggt stoðirnar undir endurreisnina til að sýna að við erum trúverðug og baráttuglöð og látum ekki núa okkur því endalaust um nasir að við höfum farið illa að ráði okkar - útrásarvíkingarnir verða bara að taka það á sig.

Við hin íslenska þjóð ætlum að standa stolt í báða fætur eftir að hafa sýnt að við hlaupumst ekki undan merkjum - þannig að stórþjóðirnar sjái að ekki þarf að tugta okkur til eins og óþekka krakka, þannig eigum við möguleika á að fá endurskoðunarákvæðið virkjað okkur í hag.

Kaupþingsmálið var svo til að kóróna tímana sem við upplifum - og þá sérstaklega að þar á bæ skyldu menn láta sér detta til hugar að fara fram á lögbann á fréttaflutning Rúv - ef eitthvað gat virkað sem olía á eld var það slík beiðni.  Upplýsingarnar sem fram komu voru nóg þó ekki væri reynt að draga þær til baka líka.  Siðferði í íslensku efnahagslífi hefur greinilega ekki verið til frá 2002 og fram á þennan dag - nú þarf að vinna að því hratt og örugglega að búa það til með tilheyrandi óleku regluverki.

Ættar- og vinatengsl virðast allsstaðar vefjast inn í íslenskan veruleika með tilheyrandi neikvæðum áhrifum og tortryggni - nú þarf að fara að hafa skráningu og umsóknir eins og í hrossaræktinni þar sem ekki þykir gott nema minnst þrír ættliðir forfeðra séu skráðir þar sem geta á málsmetandi hrossa.  Til er frábær vefur þar sem leita má upplýsinga um ættir hrossa - Worldfengur. Ætli verði ekki að búa til Icevef - þar sem hægt er að leita að tengslum áður en skipað er í stjórnir og störf til að tryggja að siðferði verði smám saman til í íslensku efnahagslífi á ný?

En svona prívat átti ég skemmtilega verslunarmannahelgi með minni litlu stórfjölskyldu, mömmu minnar megin - en hún var nánast öll samankomin á Héraði þessa helgi, frábært að sjá fjölskylduna stækka með mökum og nýrri kynslóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Mig grunar að greinin hennar Evu sé  okkur meira virði en við gerum okkur grein fyrir. Það er ekki hver sem er sem fær birta grein eftir í sig í helstu blöðum Evrópu samtímis. bara það er afrek út af fyrir sig. Við eigum að þakka Evu stuðninginn ekki gera lítið úr honum eins og sumir hafa þegar gert. Ég er enn þeirrar skoðunnar að leita eigi eftir aðstoð erlendra sérfræðinga til að rannsaka bankahrunið. Ísland er allt of lítið og allir skildir hver öðrum til að hægt sé að taka á þessu máli af einhverri alvöru.

Guðrún Katrín Árnadóttir, 10.8.2009 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband